Pólitísk hjarðhegðun?

Mannskepnunni virðist það afar eðlislægt að skipa sér í hópa/hjarðir hverskonar. Möguleikarnir eru óþrjótandi en nefna má:

  • Búsetu.
  • Litarhætti
  • Trúarbrögð
  • Pólitík
  • Íþróttafélög
 

Nái þessir hópar að þróa með sér einhverskonar “sjálfsvitund”, dæmigert fyrir stjórnmálaflokka og trúarbrögð, getur sterkur einstaklingur átt mjög auðvelt með að ná stjórn á slíkum hópum, t.d. með því að mynda nokkurskonar múgsefjun innan hans, á þann hátt að fólkið í viðkomandi hópi sé miklu merkilegra en annar viðmiðunarhópur:

  • Það er miklu betra að búa í Hafnarfirði en í Reykjavík.
  • Það er miklu merkilegra að vera hvítur á hörund en svartur.
  • Kristin trú er betri en Islam.
  • Sjálfstæðisflokkurinn er bestur.
  • KR og Liverpool eru best 
Af hverju er þetta svona?.  Er þetta innbyggð hjarðhegðunarárátta mannskepnunnar? Þurfum við ávalt að vera miða okkur við aðra? Er valdabarátta innbyggð í okkur eins og dýr náttúrunnar? Þú þarft helst að standa utan við viðmiðunarhópana til þess að sjá að þeir eru ekkert merkilegri en aðrir.
  • Það er ekki best að búa í Hafnarfirði!
  • Hvíti maðurinn er ekkert merkilegri en aðrir litarhættir!
  • Kristin trú er ekkert betri en Islam!
  • Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert bestur!
  • KR og Liverpool eru ekki best!
Hvenær öðlumst við hinn eina og sanna félagslega þroska til þess að sjá þetta? Ég vil setja fram þá tilgátu að hópamyndun mannsins byggist að jafnaði upp á sömu fólksgerðinni sem mætti flokka gróflega í eftirtalda fjóra flokka:
  1. Sá blindi, sem er algerlega ófær um að gagnrýna hópinn sinn.
  2. Sá sem er ekki alveg viss, en kæfir alla gagnrýna hugsun.
  3. Sá sem er alveg sama. 
  4. Sá sem sér og skilur, en notar hópinn í eigin þágu.
Það fólk sem tilheyrir ákveðnum stjórnmálaflokki og eða trúarbrögðum skal hafa það í huga að einn einstaklingur t.d. úr flokki 4. getur náð talsverðri stjórn á huga þess og þ.m. stjórnað skoðanamyndun þess að vild, er þá flokkur 1. í sérstakri hættu. Það ætti að vera okkur þörf áminning í ljósi efnahagshrunsins á Íslandi að það er ákaflega vafasamt að reiða sig á hugmyndfræði og stjórnsemi eins einstaklings. Sterkir foringjar sem voru dáðir í byrjun urðu að lokum hataðir: Hitler, Stalín og Mussolini eru dæmi um slíkt. Þeir unnu þjóðum sínum heitt og töldu sig vera að gera þeim gott. En sagan hefur dæmt þá sem mestu glæpamenn sögunar. Það þarf því ekki endilega að vera kostur, fyrir Sjálfstæðismenn, að vera foringjahollir eins og þeir státa sig gjarna af um leið og þeir vísa til glundroða í fylkingum annarra flokka.  Það kann að vera kostur að vera ávalt mjög gagnrýninn á eigin flokk og foringja hans.

 

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heimska hjarðhegðunar

Höfundur

Terminator
Terminator
Verð að gera athugasemdir við það sem ég kalla gagnrýnislausa og heimskulega hjarðhegðun.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband